Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bókin “Kristur og Bahá'u'lláh” eftir Georg Townshend kemur bráðlega út í íslenskri þýðingu Róberts Badí Baldurssonar


10. apríl 2020 Höfundur: siá
Myndin sem prýðir þessa frétt er af hófsóley, sem dregur nafn sitt af grænu hóflaga blöðunum. Myndin er fengin að láni hjá Böðvari Jónssyni. Hún var tekin á landareign bahá'ia að Skógum í Þorskafirði. Hófsóley blómstrar alltaf snemma á vorin. Hún blómgast í maí áður en annar gróður er almennilega farinn að taka við sér eins og sést á myndinni. Hún vex í votlendi í raun í mjög blautu t.d. í skurðbotnum þar sem finna má mikla bleytu og aur. Hún er tiltölulega hávaxin og algeng um allt land nema á hálendinu. H

Myndin sem prýðir þessa frétt er af hófsóley, sem dregur nafn sitt af grænu hóflaga blöðunum. Myndin er fengin að láni hjá Böðvari Jónssyni. Hún var tekin á landareign bahá'ia að Skógum í Þorskafirði. Hófsóley blómstrar alltaf snemma á vorin. Hún blómgast í maí áður en annar gróður er almennilega farinn að taka við sér eins og sést á myndinni. Hún vex í votlendi í raun í mjög blautu t.d. í skurðbotnum þar sem finna má mikla bleytu og aur. Hún er tiltölulega hávaxin og algeng um allt land nema á hálendinu. Hún skreytir vegskurðina víða um land t.d. í Dalasýslunni á leið vestur í Skóga í Þorskafirði.

 

Eðvarð T. Jónsson skrifar: Gömlu skáldin skynjuðu straumhvörf tímanna betur en flestir aðrir þegar tveir opinberendur Guðs umbyltu lífi mannkynsins fyrir einni og hálfri öld og þessi spámannlegu orð biblíunnar rætast: “Sjá, ég skapa nýjan himin og nýja jörð og hins fyrra verður ekki minnst framar og það skal engum í hug koma.” (Jesaja 65:17) Georg Townsend fjallar um þessi miklu aldahvörf í stórmerkri og hrífandi bók “Kristur og Bahá’u’lláh” sem Róbert Badí Baldursson hefur þýtt á íslensku og kemur út áður en langt um líður. Í bókinni eru nokkur ljóð gömlu ensku skáldanna sem ég tók að mér að þýða og birti hér með leyfi Badí í tilefni páskahátíðarinnar og til að minna á þá ægibjörtu framtíð sem bíður mannkynsins þótt syrt hafi í álinn rétt í bili.

 

Hve ljúft var ekki að lifa þessa dögun,

en lánið mesta þó að vera ungur! – Ó tími

er feysknar, gamlar, fráhrindandi leiðir

fyrirmæla, siðvenja og laga

hurfu fyrir heimsins ungu ást!

Er skynseminnar rödd um rétt sinn krafði

refjalaust - og vildi óðar gerast

örlaganna dís við aðstoð verka

sem áfram tók að miða í hennar nafni!

Velur engan stað – kýs veröld alla,

sú væna fegurð fyrirheits er setur,

(þó gæti jafnvel leynst um litla stund

í laufgum skálum sjálfrar paradísar),

brumhnapp ofar útsprunginni rós.

Hvað vaknaði í huga við þær horfur

á hamingju sem engan renndi í grun?

Dauðir risu, lífið fylltist gleði.

Fundu loks þá hjálp sem hjartað þráði

hagfellt efni, þjált að bestu vonum;

eggjaðir til afreka og dáða,

ekki í draumalandi – undirheimum –

eða á huliðseyju, hvar má Guð einn vita!

Heldur hér í okkar víðu veröld,

veröld þar sem takast má að höndla

hamingjuna, eða grípa í tómt!

W. Wordsworth (1770-1850)

 

Nóttin er á enda, það örlar fyrir degi

ómur berst og magnast. Nú skal á fætur rísa!

Opnast aldaskeið sem úthaf allt um kring,

árþúsunda straumhvörf leiftra af dýrð og lýsa

líkt og elding allan heimsins hring.

Frederick Tennyson (1807-98)

 

Og það mun gerast: göfuglegra kyn

en gat um fyrr í heimi brátt mun rísa

með frelsiseld í anda, sál og æðum

og augu sem að tærri þekking lýsa.

Nýjar listir blómstra á hærri hæðum

til himinhvolfsins máttug tónlist rís.

Að söng á vori verður þetta líf

þá veröldin er orðin paradís.

J.A. Symonds (1840-93)

 

Ég hef litið Drottinn koma í dýrð sinni og tign,

drjúgum troða víngarðinn sem geymir reiðiþrúgur,

og ljósta hann leiftri örlaga með ægiskjótu sverði.

Áfram sækir sannleikurinn Hans.

J. W. Howe (1819-1910)