Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Fulltrúar muslima, kristinna manna og gyðinga á Íslandi biðja fyrir mannkyni


2. maí 2020 Höfundur: siá

Félagið Horizon stóð fyrir samverustund á netinu með fulltrúum gyðinga, muslima og kristinna manna þann 30. apríl til að biðja fyrir mannkyni. Avraham Feldman rabbíi flutti hugleiðingu og hið sama gerði Salman Tamimi talsmaður muslima. Salman talaði um þá staðreynd að mannkynið er ein fjölskylda, sköpuð af Allah (Guði). Hann las vers úr Kóraninum þessu til stuðnings. Sr. Skúli Sigurður Ólafsson og séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestar Neskirkju fluttu bænir og lásu úr Davíðssálmunum. Derya Ozdilek frá félaginu Horizon stjórnaði samkomunni. Í lokin þakkaði hún gestunum fyrir samveruna og lét í ljós von um að þau geti snætt saman málsverð þegar faraldrinum lýkur. Þetta var mjög þarft framtak hjá félaginu Horizon. Samtal milli fólks af ýmsum trúarbrögðum eykur samstöðu meðal fólks og eyðir fordómum.