Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Hvað er Bahá'í? Zoom fundur með Rainn Wilson í boði Wilmette Institute


3. maí 2020 Höfundur: siá

The Wilmette Institute, fræðslusamtök á vegum bahá'ía í Ameríku, býður upp á zoom-fundi með leikaranum og mannvininum Rainn Wilson um Bahá'í trúna. Fundirnir bera yfirskriftina “Hvað er Bahá'í?” Rainn hefur samþykkt að halda slíka fjarfundi mánaðarlega í samstarfi við Wilmette Institute. Næsti fundur verður 6. maí.

Fjarfundirnir hafa vakið mikla lukku. Rainn heldur ekki ræðu heldur svarar spurningum þeirra sem tengjast fjarfundinum. Spurningarnar eru flokkaðar eftir efni og birtast smá saman á skjánum. Rainn og kynnir útsendingarinnar, Chitra Golestani, svara spurningunum og ræða þær. Þó að þessir fjarfundir séu sérstaklega ætlaðir þeim sem vilja kynna sér Bahá'í trúna, þá mega bahá'íar einnig fylgjast með. Reyndar er um það bil 60% þeirra sem horfa á útsendinguna bahá'íar, en hin 40 prósentin er fólk sem er annað hvort að heyra um trúna í fyrsta sinn (um 10%), hafa heyrt um hana áður en vita lítið, eða hafa kynnst henni og sótt bahá'í fundi, en eru ekki bahá'íar.

Spurningarnar sem berast eru flestar mjög góðar og Rainn og Chitra svara þeim afar vel. Þeir sem vilja ekki missa af næsta fjarfundi er bent á að gerast áskrifandi að útsendingunni, með því að smella á “subscribe” hnappinn á YouTube.

Fjarfundirnir birtast jafnóðum á YouTube. Þrír fjarfundir hafa farið fram og eru þeir nú aðgengilegir á vefnum.