Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Violette Haake er látin


25. september 2020 Höfundur: siá
Violette Haake

Violette Haake

 

Allsherjarhús réttvísinnar, æðsta stofnun Bahá'í trúarinnar, tilkynnti nýlega andlát Violette Haake. Hún dó í Melbourne, Ástralíu, 92 ára gömul. Allsherjarhúsið sendi hjartnæmt bréf til bahá‘í samfélagsins um allan heim til minningar um hana og þjónustu hennar. Violette tileinkaði líf sitt þjónustu við málstað Guðs. Hlutverkunum sem hún tók að sér sem brautryðjandi, álfuráðgjafi fyrir Ástralíu og Asíu og sem meðlimur Alþjóðlegu kennslumiðstöðvarinnar sinnti hún með eldmóð og geislandi áhuga. Hún bjó yfir þeim eiginleikum að vera gædd innri styrk, þolgæði, staðfestu, skilyrðislausri góðvild, umhyggju og gleði.

Violette kom til Íslands upp úr aldamótunum og átti mjög eftirminnilegan fund með Bahá'í samfélaginu í prentarasalnum við Hverfisgötu.