Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bókin Kitáb-i-Aqdas gefin út á prenti


7. febrúar 2021 Höfundur: siá

 

Svana Einarsdóttir með fyrsta eintak bókarinnar Kitáb-i-Aqdas

 

Svana Einarsdóttir, ein af fyrstu núlifadi átrúendunum, varð þess heiðurs aðnjótandi að veita fyrsta eintaki Kitáb-i-Aqdas viðtöku.  Afhendingin fór fram á Vifilstöðum þar sem Svana dvelur nú. Svana var að vonum afar glöð og hrærð með þennan virðingarvott.

Svana var ein þeirra sem kosin voru í fyrsta þjóðaráð bahá'ía á Íslandi, árið 1972, og vann á þeim vettvangi í mörg ár, eða þar til hún var útvalin aðstoðarráðgjafi. Hún fór ásamt Barböru Thinat heitinni til Færeyja sem brautryðjandi og auk þess brautruddi hún innanlands, þar á meðal til Keflavíkur, Voga á Vatnsleysuströnd og Hveragerðis.

Kitáb-i-Aqdas er móðurbók bahá'í opinberunarinnar. Hún inniheldur lög Bahá'u'lláh og helstu kenningar Hans. Eðvarð T. Jónsson þýddi bókina og Bahá'í útgáfan sá um útgáfuna.