Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Innflytjendur: Aukinn skilningur í Slóvakíu


21. apríl 2021 Höfundur: siá

(Myndirnar voru teknar áður en heimsfaraldurinn hófst)

 

BRATISLAVA, Slóvakíu — Umræður um mannlegt eðli og getu er smátt og smátt að aukast í Slóvakíu, sem storka hefðbundnum viðhorfum til innflytjenda og minnihlutahópa, og stuðla að meiri þátttöku og gagnkvæmri aðstoð. Á síðastliðnum árum hefur bahá'í samfélagið í Slóvakíu lagt sitt að mörkum hvað þessi málefni varðar og hefur skapað vettvang þar sem umræður um innflytjendamál geta átt sér stað.

"Í mörgum þjóðfélögum er gengið út frá því að innflytjendur séu byrði á landinu," segir Venus Jahanpour, starfsmaður Bahá'í skrifstofu ytri málefna í Slóvakíu.

“Að sjálfsögðu kann svo að vera að þeir sem koma til nýs lands þarfnist aðstoðar við að setjast að og sinna ýmsum nauðsynjum, sérstaklega ef þeir eru að flýja átök og kúgun,” segir Venus. “En líf þeirra snýst ekki bara um það. Það er hægt að líta á þetta með öðrum augum—að fólk sé gætt mikilli getu til að þjóna á óeigingjarnan hátt og vera örlátt—þá er fólk fært um að yfirstíga hugmyndir um sérstöðu sem veldur sundrungu milli þess og annarra.”

Nánar á: BWNS