Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Bahá'í vefbókasafninu vex fiskur um hrygg


15. apríl 2023 Höfundur: siá
Einn þeirra titla sem finna má í vefbókasafninu.

Eitt þeirra rita sem finna má í vefbókasafninu.

 
Sex ný baháʼí rit eru nú komin á vefbókasafn samfélagsins og níu til viðbótar verða þar aðgengileg innan skamms. Flestar þessara bóka eru með pdf-sniði sem einfalt er að hlaða niður og lesa í vafra. Unnið er að því hörðum höndum að forsníða allar pdf-skrárnar fyrir bókasafnið. Fjórar af þessum bókum eru nýþýddar, þ.e. Úrval úr ritum Bábsins, Paris Talks (sem á íslensku fær heitið Mannleg tilvist og máttur Guðs), Kristur og Bahá’u’lláh og Sögur af ‘Abdu’l-Bahá. Hér fer á eftir listi yfir bækur sem eru komnar í bókasafnið og þær sem eru væntanlegar:
 
Nýjar á vefbókasafninu:
Kitáb-i-Aqdas, Hin helgasta bók
Úrval úr ritum Bábsins. Ný þýðing
Guðlegt réttlæti í nánd, endurskoðuð þýðing
Bahá'u'lláh. Kynning upplýsingamiðstöðvar Alþjóðlega bahá’í samfélagsins.
Hagsæld mannkyns
Bahá’u’lláh og nýi tíminn
Bahá’u’lláh: Líf Hans og opinberun
 
Væntanlegar:
Sáttmálinn. Erfðakrár Bahá’u’lláh og ‘Abdu’l-Bahá
Mannleg tilvist og máttur Guðs. – Ávörp ‘Abdu’l-Bahá í París og London 1911-1913. Ný þýðing.
Kristur og Bahá'u'lláh. Ný þýðing.
Lind lifandi vatna
Huqúqu’lláh - Réttur Guðs
Sögur af 'Abdu'l-Bahá. Ný þýðing
Hjónaband og fjölskyldulíf
Þjófur á nóttu
Og sólin rís.