Loka

Not a member yet?Register now and get started.

lock and key

Sign in to your account.

Account Login

Umtalsverðar framkvæmdir við helgidóm Bábsins


4. september 2024 Höfundur: Þjóðarskrifstofa

Bahá’í heimsmiðstöðin – Allsherjarhús réttvísinnar hefur tilkynnt í nýlegu bréfi til allra andlegra þjóðarráða að ráðist verði í umtalsverða uppbyggingu og endurbætur á helgidómi Bábsins og í nágrenni hans. Helgidómurinn umlykur jarðneskar leifar Bábsins og er vettvangur pílagrímsferða og þögullar íhugunar þúsunda gesta á hverju ári.

Verkefnið, sem áætlað er að ljúki í lok október, felur í sér ýmsar breytingar til að bæta aðgengi að helgidómnum. Á næstu vikum verða helstu terrakotta-stígar sem liggja að helgidómnum, bæði úr austri og vestri, lagðir rauðum kalksteini frá Jerúsalem.

Torgið sem er fyrir framan helgidóm Bábsins verður stækkað. Þetta svæði verður hellulagt með gullnum kalksteini frá Galíleu, sama steini og valinn var á gólf súlnagangs helgidómsins og fyrir stallana ofan og neðan við hann á Karmelfjalli. Hellulagt torg var í upphaflegri sýn William Sutherland Maxwells, Handar málstaðarins og virts kanadísks arkitekts, sem hannaði yfirbyggingu helgidómsins á fimmta áratug síðustu aldar.

Í bréfi Allsherjarhússins kemur einnig fram að tækifærið verði „notað til að vinna undirbúningsvinnu inni í helgidómnum til þess að í fyllingu tímans verði hægt að helga allar vistarverurnar í helgidómi Bábsins sem eina heild bæn og tilbeiðslu“.

Hér að neðan má sjá myndir af helgidómi Bábsins og af stöllunum á Karmelfjalli áður en verkið hófst fyrir nokkrum vikum.

 

Frumteikning William Sutherland Maxwells af yfirbyggingu helgidóms Bábsins.

Árið 1942 bað Shoghi Effendi hinn virta kanadíska arkitekt William Sutherland Maxwell um að hefjast handa við hönnun helgidómsins og var endanleg útgáfa hans samþykkt árið 1944. Myndin er frumteikning William Sutherland Maxwells af yfirbyggingu helgidóms Bábsins.

 

Mynd af aðaltorginu fyrir framan helgidóm Bábsins áður en framkvæmdir hófust.

Aðaltorgið fyrir framan helgidóm Bábsins áður en framkvæmdir hófust.

 

Mynd af aðal terrakotta-stígnum að helgidómi Bábsins áður en framkvæmdir hófust.

Aðal terrakotta-stígurinn að helgidómi Bábsins áður en framkvæmdir hófust. Aðkoman að helgidómnum bæði að austan- og vestanverðu verður lögð rauðum kalksteini frá Jerúsalem.