Bahá‘í tilbeiðsluhúsið í Wilmette, Bandaríkjunum, gekkst nýlega fyrir kvölddagskrá sem innihélt listir og umræður til að halda í heiðri Black History Month. Myndband fylgir fréttinni.
Nýtt ávarp frá Skrifstofu alþjóðlega bahá‘í samfélagsins (BIC) í Brussel fjallar um eina af mest aðkallandi spurningum sem Evrópa stendur frammi fyrir í dag—hvernig hægt er að sigrast á rasisma og annars konar fordómum. Myndband fylgir fréttinni.
Allt frá hinir mannskæðu jarðskjálftar riðu yfir Türkiye og nærliggjandi lönd, hafa bahá‘í stofnanir bæði á svæðisbundum vettvangi og landsvettvangi verið í nánu sambandi við þau samfélög á hverjum stað sem urðu fyrir skaða til að meta öryggi fólksins og til að samhæfa framlag þeirra til áframhaldandi hjálparstarfs.
Hljómsveitin The Shoreless Sea hefur sent frá sér lagið "Turn Our Faces", sem er fyrsta lagið af væntanlegri plötu sveitarinnar, sem mun heita "The Life To Breath".
BRASILÍA, Brasilíu – Nýlega var haldin opinber málstofa í þjóðþingi Brasilíu, sem kannaði hvaða hlutverki trúarbrögð geta gengt til að stuðla að samstöðu meðal íbúa landsins.
Nýlega var haldin samkoma á landareign bahá‘í tilbeiðsluhússins í Santíago, Síle, til að halda upp á það að mikilvægur áfangi hafði náðst í náttúruvernd sem hefur það að markmiði að vernda fjölbreytileika lífríkisins í Andesfjöllunum. Myndband fylgir fréttinni.
Skrifstofa Alþjóðlega bahá‘í samfélagsins (BIC) í Jakarta hefur verið að kynna sér hvernig stafræn tækni getur stuðlað að þjóðfélagsframförum, núna síðast á árlegri ráðstefnu Suðaustur Asíu um trúfrelsi, sem haldin er á Balí, Indónesíu.
Sunnudaginn 19. janúar 2025 stóð Bahá’í samfélagið í Kópavogi fyrir viðburði í tilefni af Degi heimstrúar (e. World Religion Day). Viðburðurinn fór fram í Lionssalnum í Hlíðarsmára. Viðburðurinn var listrænn og fjölbreyttur. Lesið var úr ritum nokkurra trúarbragða og farið með bahá’í bæn fyrir friði.
BAHÁ’Í HEIMSMIÐSTÖÐIN — Á tímum þegar samfélög um allan heim eru að leita nýrra leiða fram á við vísa ótal sögur af þrautseigju og von veginn fram. Bahá’í heimsfréttaþjónustan lítur til baka og skoðar nokkrar af þeim sögum sem fjallað var um árið 2024 og gefa innsýn í viðleitni bahá’ía til að stuðla að friðsælli heimi.
Íslamska lýðveldið Íran hefur hlotið ávítur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir mannréttindabrot sín, meðal annars á meðlimum bahá’í samfélagsins. Þetta kemur fram í nýrri ályktun þar sem segir að bahá’íar og aðrir þurfi að sæta „viðvarandi ströngum hömlum og auknum takmörkunum“ varðandi réttinn til hugsana-, samvisku og trúfrelsis.
EGYPTALAND —Alþjóðlega bahá’í samfélagið hefur tilkynnt að í gær, 11. desember, hafi háttsettur embættismaður bahá’í samfélagsins, Omid Seioshanseian, verið hnepptur í varðhald og numinn á brott af öryggissveitum egypska ríkisins í rúmar 13 klukkustundir á alþjóðaflugvellinum í Kaíró.
Bahá’í heimsmiðstöðin — Byggingarframkvæmdum við helgidóm Bábsins er lokið og aðgengi að honum hefur verið bætt. Þessi helga bygging stendur sem miðpunktur aðdráttarafls í hlíðum Karmelfjalls í Landinu helga.